Þeir eiga sumir nokkrar krónur þessir einmanna piparsveinar úti í heimi…
Þessi til dæmis lét endurhanna íbúð sína sem er á efstu hæð í myndarlegri byggingu í miðri Victoria, Ástralíu. Íbúðin er með glæsilegum flísum á gólfi sem flæða út á svalirnar, þannig að íbúðin virðist stærri en hún er og falleg tenging myndast að innan og út. Á svölunum er einnig sérhönnuð sundlaug fyrir kappann og dásamleg sólbaðsaðstaða. Allt fyrsta flokks.
Eldhúsið er stórt og er opið rými frá eldhúsi og inn í stofu. Inn af eldhúsinu er mikill og stór vínkælir og eins er sérstakur bjórkælir í innréttingunni. Stofan er frekar einföld en þar er stór sófi og sjónvarpseining fyrir risasjónvarpið hans. Ljós sófi á móti dökkum viðar innréttingunum.
Glæsileg eign fyrir kappsaman piparsvein sem elskar að elda og nýtur svo lífsins með vínglasi þar sem hann situr á svölunum sínum og horfir á útsýnið, verst að hann hafi enga klára og skemmtilega að spjalla við.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.