Í Osló Noregi er þessi ofur fallega íbúð
Eigandinn er innanhússhönnuður sem elskar að nostra við íbúðina sína enda sést það vel á heimilinu. Hver hlutur á sinn stað og passar fullkomlega við þann næsta. Einnig er sniðugt að sjá hvernig gamlir hlutir gegna nýju hlutverki eins og til dæmis skrifborðið en það er gamalt smíðaborð. Alveg hrikalega flott!
Litavalið er ljóst og létt í íbúðinni. Mikið um hvíta, gráa og brúna tóna sem blandast einstaklega vel saman.
Stofan er kósí og sæt. Stór og mikill sófi með helling af flottum púðum í stíl. Gamall kistill er notaður sem sófaborð og kemur það mjög vel út. Takið líka eftir veggskrautinu, einfalt en smart!
Lýsingin er líka einstök en loftljósin eru óvenjuleg en ofur töff. Spurning hvort eigandinn hafi ekki búið þau til, en skemmtileg eru þau.
Vel lukkuð íbúð þar sem skandínavísku áhrifin gegna stóru hlutverki ásamt nýjum og notuðum hlutum
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.