HEIMILI: Skreyttu baðherbergið, hengdu upp myndir, gerðu kósý

HEIMILI: Skreyttu baðherbergið, hengdu upp myndir, gerðu kósý

Baðherbergi eru fyrir mörgum eitt uppáhaldsherbergið í húsinu en til að ‘poppa’ það upp eru margar leiðir.

Margir halda t.d. að það sé óþarfi að skreyta baðherbergisveggina með myndum eða hengja upp flottar ljósakrónur en það er ótrúlegt hvað þetta herbergi tekur miklum stakkaskiptum þegar þú gefur því smá gaum.

Haltu baðherberginu þínu smekklegu, finndu réttan stað fyrir alla muni og mundu að þrífa það reglulega. Þá verður baðherbergið fljótlega ein eftirsóknarverðasta vistarveran. Það verður skemmtilegra að láta renna í bað, kveikja á kertum og setja tærnar upp á brúnina.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók saman af baðherbergjum sem eru allt annað en minimalísk. Mikið af myndum á veggjum og það gamla látið njóta sín bæði í flagnaðri málningu eða hráum múrsteinsveggjum.

Skemmtilegt!

____________________________________________________

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest