Reykjavik
15 Mar, Friday
1° C
TOP

HEIMILI: Skreyttu baðherbergið, hengdu upp myndir, gerðu kósý

Baðherbergi eru fyrir mörgum eitt uppáhaldsherbergið í húsinu en til að ‘poppa’ það upp eru margar leiðir.

Margir halda t.d. að það sé óþarfi að skreyta baðherbergisveggina með myndum eða hengja upp flottar ljósakrónur en það er ótrúlegt hvað þetta herbergi tekur miklum stakkaskiptum þegar þú gefur því smá gaum.

Haltu baðherberginu þínu smekklegu, finndu réttan stað fyrir alla muni og mundu að þrífa það reglulega. Þá verður baðherbergið fljótlega ein eftirsóknarverðasta vistarveran. Það verður skemmtilegra að láta renna í bað, kveikja á kertum og setja tærnar upp á brúnina.

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók saman af baðherbergjum sem eru allt annað en minimalísk. Mikið af myndum á veggjum og það gamla látið njóta sín bæði í flagnaðri málningu eða hráum múrsteinsveggjum.

Skemmtilegt!

____________________________________________________

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.