Eftir því sem konur eldast virðist stundum grípa þær áköf þörf til að skipuleggja allt á milli himins og jarðar og þá aðallega heimilið.
Já. Frú Skipulag. Það eru til konur sem skipuleggja til að láta sér líða vel meðan aðrar gera þetta í hálfgerðri örvæntingu. Sortera fyrst þegar allt er komið í rugl og það er aldrei hægt að finna neitt.
Ég las einu sinni viðtal við konu sem sagðist skipuleggja til að auka tilfinningu þess að hún hefði einhverja stjórn á annars kaótísku lífi sínu. Og að börnin hennar stríddu henni með því að segja:
“Ok mamma, ef þú gefur mér í bíó þá skal ég leyfa þér að sortera Playmobil kallana mína.”
Skemmtilegt.
Hér eru nokkrar hugmyndir að því hvernig má skipuleggja plássið í skápnum.
BÆTTU VIÐ AUKA SLÁ
Þú þarft ekki að kalla út smiði til að festa upp auka hengi í skápnum þínum. Sláin ætti að fást í Byko eða Húsasmiðjunni og þetta er lítið mál að leysa. Um leið færðu hellings rými fyrir nýjar skyrtur eða kjóla sem fara betur á því að hanga uppi.
SKÓRNIR UPP
Þegar sláin er komin upp skaltu bruna í IKEA og kaupa svona skóhillu. Skór eiga það til að rykfalla og fara illa ef þeir liggja saman í kassa í hrúgu á skápagólfinu. Þeim líður betur hangandi svona uppi í “sérherbergjum”.
SKARTIÐ Í KASSA
Sjálf er ég í hálfgerðu veseni með skápapláss en hefði ég nóg af því þætti mér þetta frábær geymslustaður fyrir skartið. Það þarf ekki nauðsynlega að vera ofan í skargripaskríni heldur er hægt að koma því smekklega og skipulega fyrir í svona fallegri öskju sem þessvegna er hægt að föndra heima. Oft finnst mér safnast óhreinindi í kringum skartgripina og þeir fara líka auðveldlega í óreiðu í skartgripaskrínum en þannig er því ekki farið hér. Allt svona fallegt og snyrtilegt á einum stað.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.