Þessi mega svala íbúð er staðsett í Norður Ítalíu…
Húsgögnin eru öll frá þekktum hönnuðum og njóta sín mjög vel. Samsetningin er góð og litavalið fullkomið. Flottastur er samt arinninn í miðju íbúðarinnar. Svartur arinn fyrir viðarkubba og nýtur hann sín vel. Öðruvísi og skemmtileg hönnun.
Sófinn og hillurnar eru frá B&B sem eru með þeim flottari í húsgagnahönnun í dag.
Marilyn Monroe fær sinn stað inn á baðherbergi í gullfallegum gylltum ramma. Frekar töff að brjóta módernískt og stílhreint baðherbergi upp með fallegri mynd.
Skemmtileg íbúð með helling af flottum lausnum:

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.