Hversu oft hefur maður séð fallegan sófa, fullkominn í stærð, lit og mýkt. En fæturnir á honum passa ekki við hitt stofustássið?
Nú er fyrirtækið Prettypegs farið að framleiða skemmtilega fætur undir húsgögn. Hægt er að velja form, stærðir og liti eftir sínu höfði og panta hjá þeim. Algjör snilld!
Þessir fætur passa mjög vel undir sófa frá IKEA og margir fegnir að geta skipt kubbalöguðum fótum út fyrir fætur með smá karakter.
Mæli með því að kíkja á þessa skemmtilegu heimasíðu ef þig langar til að breyta sófanum þínum og gefa honum frísklegt útlit á no time.
Heimasíðuna hjá Prettypegs er hægt að nálgast HÉR
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hún bjó í Flórens á meðan náminu stóð og hreinlega elskar allt sem tengist Ítalíu! Matinn, menninguna og lífsstílinn. Guðrún hefur margra ára reynslu við að hanna íbúðir, veitingahús og hótel. Hennar helstu áhugamál eru hönnun, tíska, matargerð og gömul húsgögn með sál. Eins rekur hún Mio-design en þar er boðið upp á hönnun og/eða ráðgjöf fyrir heimili og eins hluti hannaða úr íslenskum efnum fyrir heimilið. Guðrún er sporðdreki og Tígur í Kínversku stjörnuspánni.