Koparljós voru afskaplega vinsælar á árunum 1960-1970 og núna 2013 hafa þau átt magnaða endurkomu.
Ljós í öllum stærðum og gerðum, heimagerð eða uppgerð gömul ljós ásamt nýjum ljósum prýða nú mörg heimili enda meiriháttar flottur glamúrfílingur sem kemur af bara einu litlu ljósi og getur það gjörsamlega breytt heildarmyndinni á heimilinu.
Þessi fallegu veggljós hannaði Nina Bruun en hún er danskur húsgagnahönnuður og ótrúlega fær á sínu sviði.
Svo ef þig vantar hugmynd til að hressa upp á stofuna þína, svefnherbergið eða eldhúsið þá mæli ég með fallegu koparljósi. Kíktu á myndirnar til að fá innblástur og hugmyndir. Gangi þér vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.