Þessi töffaralega íbúð var upprunalega hönnuð og byggð af brasilíska arkitektinum Oscar Niemeyer en eftir að húsið hafði verið að grotna niður í mörg ár tóku tveir ungir arkitektar og hönnuðir (Felipe Hess og Renata Pedrosa) sig til og endurbyggðu hana og innréttu upp á nýtt…
…Útkoman er SÚPER! Upprunaleg hönnun Oscars fær að njóta sín en öllu er haldið frekar hráu, svo eru það húsgögnin og allt skemmtilega dótið sem gefur íbúðinni líf. Eins og áður sagði hafði byggingin verið í niðurníðslu í mörg ár og það eina sem stóð eftir var grunnurinn og nokkrir burðarbitar þannig að þau áttu erfitt verk fyrir höndum…en þeim tókst svo sannarlega vel til.
Íbúðin sjálf er opin og björt en það er hægt að opna alveg á milli herbergja þannig að flæðið á milli er algjört. Hrá steypa, gömul húsgöng og skemmtilegir safngripir í hillum er einkennandi fyrir íbúðina…og vá allt smellur svo vel saman!
Skoðaðu útkomuna nánar með því að smella á myndirnar fyrir neðan.
Upprunaleg færsla HÉR.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.