Enska hönnunarfyrirtækið Minehearts er með þessi frábæru veggfóður til sölu.
Þvílík snilld! Þetta eru ein flottustu veggfóður sem ég hef rekist á. Mjög sniðugt fyrir þá sem vantar upplyftingu inn í herbergi, stofu eða þess vegna forstofu. Þau eru svo raunveruleg að maður þarf nánast að fara alveg upp að þeim til að sjá að þetta er veggfóður en ekki raunveruleikinn.
Mjög auðvelt er að breyta algjörlega um stemningu með því að nota veggfóður eins og þessi.
Hægt er að velja þau í nokkrum litum og útgáfum og hérna eru nokkrar myndir af sumum þeirra…

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.