Hér er stórskemmtileg hugmynd fyrir krakkaherbergi en strákurinn sem er svo heppinn að eiga þetta herbergi er greinilega mjög hrifin af Sirkus.
Parísarhjólið er geymslurými fyrir dótið svo snýr maður hjólinu til að finna kubbana, bílana eða bangsann. Sniðug hugmynd í staðinn fyrir hillur og miklu skemmtilegra að taka til í herberginu eftir leik.
Einn veggur hefur verið málaður með svartri krítarmálningu þannig er hægt að kríta og teikna á veggina án þess fá skammir svo fær sköpunarþörfin að njóta sín í leiðinni. Rúmið er úr endurunnum plönkum – stórskemmtilegt og litríkt herbergi fyrir hressa krakka.
Púðarnir fást hér og hér er hönnuður herbergisins og hægt að sjá ferlið frá byrjun.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.