Ég myndi segja að ég hafi frekar breytilegan stíl þegar kemur að innanhúshönnun. Í rúmt ár hef ég verið alveg heilluð af því sem, samkvæmt Guðrúnu pjattrófu, má flokka sem Shabby Morocco.
Það er eitthvað ótrúlega sjarmerandi við heimili sem hafa lit og sál.
Það er eins og hlutirnir falli á sinn stað. Mjög flott staðsetning á ljósakrónu.
Stílhreint en samt með persónuleika.
Hérna er vel hægt að koma sér fyrir með góða bók og te. Jafnvel njóta sólarlags eða sólarupprásar ein með sjálfri sér eða í góðum félagsskap.
Alveg einstaklega fallegur stíll, Shabby Morocco. Bóhemískt ævintýri.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.