Þetta ofursvala hús er í Village hverfinu í New York. Húsið er á 6 hæðum og með einstakt útsýni frá öllum hæðum og garði upp á þaki.
Þarna er nýjum húsgögnum blandað með gömlum og litavalið er einstakt. Greinilega mjög litaglöð og frískleg fjölskylda sem býr þarna en litirnir ná allir vel saman og falleg heild ríkir yfir húsinu. Það er líka gaman sjá nútímahönnun í sambland við antík. Til dæmis nútímalegir stólar á móti antíkspeglum sem er mjög smart.
Baðherbergið líka er einstaklega fallegt finnst mér. Þar ræður hvíti liturinn ríkjum og baðkerið er frístandandi.
Unglingurinn á heimilinu fékk sinn einka körfuboltavöll með stigatöflu og geta áhorfendur horft á leikinn úr næsta herbergi. Þetta er án efa draumur margra drengja.
Skemmtileg, litrík og sérstaklega frískleg íbúð!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.