Kínverjar eru þekktir fyrir smáatriði og veigra ekki fyrir sér að fara “alla leið” þegar kemur að hönnun.
Mikil sérsmíði er notuð í þessari hönnun og kemur hún ótrúlega vel út. Þetta er sérstakt og ferlega flott! Gaman að sjá svona fínlega og vel heppnaða hönnun.
Heimilið er hannað fyrir þrjá íbúa, hjón með eitt barn. Barnaherbergið er einstaklega stórt og á það að vera svefnaðstaða, leikaðstaða og staður fyrir barnið til að læra, lita og mála. Einn veggurinn er sérstaklega fyrir verk barnsins, þar getur barnið hengt allar sínar teikningar upp. Íbúðin er á tveimur hæðum og eru stigarnir á milli hæðanna í þessu fallega fjölbýli úr gegnheilum við. Mjög massívum og fallegum. Ljósakrónurnar eru líka sérstakar en þær eru kínversk hönnun.
Litavalið er gott, þar fá náttúrulitirnir að ráða. Mjög þægileg stemning ríkir yfir heildinni.
Borðstofan er í miðju íbúðar með sérstaka grind í kringum sig. Sérsmíðaða frá lofti og upp í gólf. Ekkert óþarfa skraut er í borðstofunni en nær hún samt hlýleika með þessa einstöku grind í kringum sig.
Aðalsvefnherbergið er mjög hlýlegt og þar er hvert pláss nýtt sem best en frá svefnherberginu liggur baðherbergi og einnig stærðarinnar fataherbergi. Þetta fataherbergi er algjörlega “to die for” þvílík stærð og skipulagið mjög gott.
Skemmtileg nútíma hönnun þar sem haldið er sterkt í gömlu kínversku hefðirnar
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.