Þetta lítur út eins og klippt út úr sögubók um fornar grískar slóðir. En árið 1973 fann arkitektinn Ricardo Bofill gamla sementsverksmiðju og breytti henni í vinnustofu og heimili sitt.
Sementsverksmiðjan var með 30 stór síló, neðanjarðar gallerý og stóru vélaherbergi. Ricardo og félagar hans breyttu 8 sílóum í brjálæðislega flotta vinnuaðstöðu fyrir arkitektastofu Ricardo. Heimili Ricardo er einnig staðsett þarna og verð ég að segja að útkoman er mögnuð!
Ævintýralega flott hjá þeim!
Verksmiðjan sem hafði staðið auð í mörg ár var nánast ekkert nema rústir einar þegar þeir byrjuðu á verkefninu. Járnbitar héngu úr lofti og veggjum. Stigar voru brotnir og margir veggir hálfir eða jafnvel alveg horfnir í rústir einar. Í þeim 8 sílóum sem þeir breyttu gerðu þeir lúxus skrifstofu rými, herbergi fyrir módel vinnu, bókasafn og síðast en ekki síst stóran sal þar sem þeir halda ráðstefnur, fundi, tónleika og aðra afþreyingu. Í miðjunni er stór garður sem er fullur af ólífutrjám og pálmatrjám.
Lúxus sófa aðstaða er einnig úti og smá bar. Þetta er bara algjörlega magnað! Þvílík fegurð og þvílík snilld!
__________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.