Þessi yndislega íbúð í Svíþjóð er með eindæmum falleg.
Léttur skandinavískur stíll, uppröðunin á fylgihlutum heimilisins alveg einstök. Litatónninn sem er um alla íbúð er svo hlýlegur og smart. Algjörlega ein af mínum uppáhaldsíbúðum!
Töff að hafa hangandi ljós í staðin fyrir venjulega lampa í svefnherberginu, það gefur herberginu vissan sjarma og karakter. Hvít rúmföt eru alltaf klassísk og svo er flott að skreyta rúmið með lituðum púðum til að hleypa smá hlýleika í rýmið.
Þarna blandast gömul og ný hönnun saman í eitt rými. Dixon ljósið fær að njóta sín til fulls í þessari fallegu og flottu stofu, enda er það bara konfekt fyrir augað þetta ljós. Púðarnir í sófanum eru hvítir og svartir en með misjöfnu munstri svo það gefur smá persónleika í stofuna. Blómin veita hlýleika og koma með græna litinn inn í rýmið og gera það frísklegra.
Algjört konfekt fyrir augað, kíkið á myndasafnið til að sjá meira af þessari fegurð
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.