Hérna mætir fortíðin nútímanum á fallegan máta
Hér áður fyrr var þetta hús notað sem herbúðir keisarans í Rússlandi. Ástandið var vægast sagt hörmulegt þegar arkitektinn Ekaterina Sokolova tók verkefnið að sér. Húsið var í algjörri niðurníðslu, hrár múrinn og hrátt gólf.
Engar innréttingar eða veggir. Hún náði að búa til dásamlega íbúð úr þessu, nútímalega en þó með sjarma fortíðarinnar. Gaman að sjá kamínurnar í íbúðinni og hversu vel þær njóta sín ásamt múrveggjunum sem hafa fengið slatta af hvítri málningu. Þetta tvennt heldur gamla sjarmanum í íbúðinni og passar mjög vel við nútímalegu húsgögnin sem þar eru í dag.
Léttir litir, brúnir tónar á móti hvítum vegjum og hvíttuðu gólfi smellpassa saman og gefa heildinni ákveðinn sjarma
Ekki má gleyma loftljósunum, þau eru sannkölluð listaverk og gera ansi mikið fyrir heildina. Létt og ljós en þó með risa karakter.
Flott hönnun, bæði nútímaleg og hlýleg!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.