Það er eitthvað ótrúlega flott við röndótta veggi. Þeir setja sitt mark á heildina og gefa rýminu alveg nýtt líf.
Vinsælt hefur verið að nota einn vegg í svefnherbergi, til dæmis fyrir aftan rúmið og setja rendur á hann, bæði getur það stækkað herbergið og svo gefa rendurnar herberginu auka dýpt.
Einnig er mjög smart að setja rendur í barnaherbergi, þá er hægt að nota uppáhalds lit barn sins, eða frekar daufa og fallega liti sem eru róandi, til dæmis liti í pasteltónum.
Forstofur eru mörgum til vandræða vegna lita og útlits, en með nokkrum röndum á veggina gæti lausnin verið komin.
Bæði er hægt að mála veggina en þá þarf að vanda sig vel til að rendurnar séu beinar og fínar en auðveldara er að finna veggfóður með röndum og smella á vegginn. En þá er auðvitað minna úrval af litum að velja úr.
Kíkið á þessar flottu myndir til að fá hugmyndir.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.