Eitt af því besta við þennan árstíma að mínu mati er kvöldrökkrið. Koma sér vel fyrir inn í stofu með kertaljós og bók, eða kertaljósum á rómantísku kvöld með okkar uppáhalds.
Fátt sem gerir heimilið jafn fallegt og kertastjakar. Þeir eru auðvitað til í öllum stærðum og gerðum. Bæði stórir og litlir úr postulíni, gleri, tré svo eitthvað sé nefnt. Svo ég tali nú ekki um litaúrvalið í kertastjökum í dag, þeir fást í öllum litum. Með einum flottum kertastjaka í lit getur þú breytt stofunni þinni á augabragði.
Þessa dagana er ég að dusta rykið af mínum kertastjökum og koma þeim vel fyrir bæði út í glugga sem og á stofuborðinu. Koma heimilinu í smá haustfíling og það er alveg dásamlegt.
Hérna eru 11 flottar hugmyndir af uppröðun á kertastjökum…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.