Íbúðin er í iðnaðarbyggingu í Soho og á efstu hæð, stíllinn er minimalískur með sterkum áhrifum frá Asíu. Ótrúleg fegurð, hreinleiki og mjög stílhreint.
Gólfin eru flísalögð með ljósgráum flísum 60×60 og njóta sín vel. Mjög fallegur arinn prýðir stofuna og setur mikinn sjarma á heildina. Baðherbergin eru tvö á hæðinni og eru einstaklega fallega hönnuð. Dökkar flísar, svartbæsaðar innréttingar og ein flottasta sturta sem ég hef séð. Væri nú ekki slæmt að baða sig þarna… Á þakinu er æðislegur garður með útsýni yfir Manhattan. Úti á svölunum er fullbúið eldhús og stofuhúsgögn. Hrein unun!
Skemmtilega hönnuð íbúð á fallegum stað!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.