Fyrirtækið Delpha sérhæfir sig í baðinnréttingum. Sérstaklega innréttingum og fylgihlutum fyrir stærri og óvenjulegri baðherbergi en við eigum að venjast.
Þau hreinlega elska að ganga langt yfir strikið í hönnun sinni og nota sterka liti, stór málverk, sérsmíðaða sófa og sérsmíðaðar innréttingar sem þau hanna fyrir viðskiptavini sína.
Útkoman er oft hreint og beint ævintýraleg og það sem ég öfunda þau mest af er stærðin á herbergjunum. Ef við hér á Íslandi hefðum bara örlítið stærri baðherbergi! Þessi baðherbergi minna á stærð stofu eða í það minnsta stórt svefnherbergi.
Flippað fyrir þau sem eiga helling af peningum og vita nákvæmlega ekkert hvað þeir eiga að gera við þá – nema kannski að útbúa risa, risa, risa baðherbergi?!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.