Íbúðin sem við kíkjum í núna er á efstu hæð í glæsilegu húsi með sjávarútsýni. Stærðar svalir fylgja íbúðinni og eru þær nýttar vel með hvítum húsgögnum.
Þetta er svona það sem við Íslendingar viljum kalla 2007 íbúð enda alveg í þeim anda og ekkert sparað hjá hjónunum sem eiga þetta slot. Mjög minimalísk sem þýðir að lítið er um fylgihluti, bækur, myndir á veggi, blóm og aðra skrautmuni.
Aðal rýmið er opið og aðaláherslan er lögð á hreinar línur, einfalt litaval ásamt flottum smáatriðum í lýsingu og öðrum tæknilegum atriðum.
Einn af veggjum stofunnar spilar það hlutverk að vera skjár fyrir skjávarpa og þar getur fjölskyldan horft á kvikmyndir eins og til dæmis Pulp Fiction þar sem John Travolta og Samuel L. Jackson fara á kostum í hlutverkum sínum. Annars er stofan hönnuð sem rými fyrir afþreyingu og er barinn sérsmíðaður í kringum það hlutverk.
Hérna sést barinn í nærmynd. Hrár en þó með flottum smáatriðum. Barstólarnir gegna því bæði hlutverki barstóla og sem stólar til að horfa á risa skjáinn á bakvið barinn.
Fljótandi stigi, hreinar og einfaldar línur.
Svarti og hvíti liturinn eru líka allsráðandi inn á baðherberginu og örlítil spa stemning í loftinu.
Svalirnar eru algjörlega gordjöss. Flott útsýni til allra átta, bæði borgar og sjávar. Nútímaleg og flott íbúð með flottri lýsingu og góðri tæknihönnun!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.