Oft festumst við í sama litavalinu þegar kemur að því að velja liti inn á heimilið. Veljum jafnvel húsgögn í sömu litunum og heimilið verður í heildina frekar flatt.
Það er því mjög sniðugt að bæta við litum, hvort sem það er í fylgihlutum, mála veggi eða smá bland af hvoru tveggja til að fá fullkomið jafnvægi. Hérna eru nokkrar myndir af húsnæði þar sem aðalitirnir voru beis, hvítir eða gráir og lituðum fylgihlutum var bætt við til að fá smá hlýleika í rýmið.
Nú í vor er tilvalinn tími til að fríska aðeins upp á útlitið á stofunni, svefnherberginu eða jafnvel heildar útliti heimilisins.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.