Í dag er svarthvíta tískan í húsgögnum búin að syngja sitt síðasta og líkt og með fatatískuna gengur ‘allt’ inni á heimilinu.
Skemmtilegast er að sjá heimili þar sem húsmunir eru valdir saman af smekkvísi og kostgæfni og auðvitað er alltaf skemmtilegt að sjá eitthvað frumlegt og flott sem kemur vel út.
Einnig þykir mér sérleg unun að vel gerðum húsgögnum úr náttúrulegum efnum. Hlutum sem hafa verið gerðir í höndunum og hafa tekið sinn tíma að koma í heiminn. Tíminn er einhvernveginn svo verðmætur nú þegar allt er svo fjöldaframleitt og ‘instant’.
Hér eru skemmtilegar myndir úr flottum íbúðum þar sem margar sniðugar hugmyndir fá notið sín. Málaður rúmgafl, vaskur sem er handklæði, Yoko og John uppi á vegg og margt fleira fallegt…
Smelltu á myndirnar til að stækka þær.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.