Martha Stewart er óneitanlega hin ókrýnda drottning góðra heimilisráða og getur gert ýmislegt úr nánast engu.
Ég var að skoða heimasíðuna hennar til þess að fá hugmyndir fyrir páskana og fann nokkrar ofurkrúttlegar myndir af páskaskreytingum.
Það er líka um að gera að leyfa hugmyndafluginu að fara á flakk og fá innblástur af myndunum, það er hægt að nota ýmislegt sem maður á sjálfur og það þarf ekki að kosta mikið að framkvæma hlutina.
Til dæmis er sniðugt að tæma egg, leyfa börnunum að mála þau, skella sér út í garð og klippa trjágreinar, hengja eggin á greinarnar og setja í fallegan vasa og voila þú ert komin með fallega páskaskreytingu fyrir lítinn pening.
_______________________________________________________________
Myndirnar eru frá heimasíðu Martha Stewart: www.marthastewart.com
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig