Spænski arkitektinn Joaquin Torres hannaði húsið sitt nýlega og útkoman er hreint og beint glæsileg!
Húsið er mjög óvenjulegt í formi en hönnunin gengur einhvernveginn fullkomlega upp. Öll húsgögnin og listaverkin eru frá fyrirtækinu hans A-cero sem sérhæfir sig í arkitektúr og sérsmíðuðum húsgögnum.
Húsgögnin eru mjög skemmtileg og passa fullkomlega inn í húsið. Takið sérstaklega eftir arninum sem lítur út eins og stórt C og er staðsett í miðri stofunni. Fullkomin SPA aðstaða er einnig í húsinu og sundlaug. Handklæðin í Spa-stofunni eru í fallegri stórri körfu á gólfinu. Mjög handtækt, hlýlegt og flott.
Hann notar mikið svarta, hvíta og gráa litinn en blandar þess í stað fallegum húsgögnum í modern stíl sem og húsgögnum og munum með antík lúkki. Listaverkin eru litrík og brjóta algjörlega upp einfaldleikann í húsgögnunum.
Útsýnið er einnig dásamlegt en greinilegt er að mikið hefur verið lagt í garðinn kringum húsið. Stór og mikil skúlptúr verk eru úti í garði kringum húsið og njóta þau sín vel. Einstakt útlit á afar fallegu húsi.
_________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.