Fjölskylda keypti þennann fallega turn fyrir þrettán árum og hafa þau smátt og smátt verið að breyta útlitinu þannig að þetta geti verið heimili þeirra.
Þau byggðu tveggja hæða hús í kringum turninn, sameinuðu byggingarnar tvær og tók breytingin nokkur ár því kostnaðurinn varð ansi hár en arkitektúrinn er algjörlega einstakur í þessu fallega húsi. Mikið um bogadregna veggi og háa glugga.
Innréttingarnar og húsgögnin eru ansi minimalísk og sérsmíðuð fyrir húsið enda mikið um boga og óhefðbundnar stærðir út um allt hús. Fallegur arinn príðir stofuna en hann er einungis festur við loftið svo það er eins og hann svífi, alveg stórkostlegur svo fallegur er hann!
Stór og mikil verönd prýðir þak viðbyggingarinnar og njóta þau útsýnis í allrar áttir þar upp ásamt sólarblíðunnar.
Fallegast við húsið finnst mér þó tónlistarherbergið en það er sérstaklega hannað til að njóta góðs hljómburðar. Eigendurnir eru klassískir tónlistarmenn og una sér eflaust vel við æfingar í þessu fallega herbergi.
Meiriháttar arkitektúr á ferð hérna og mikið um skemmtileg smáatriði í hönnuninni sem prýða þetta óvenjulega en þó fallega hús.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.