Á vefnum Airbnb er að finna ótal falleg heimili sem eru hingað og þangað um okkar ágætu borg.
Þetta er miðborginni, nánar tiltekið í 101 Reykjavík. Tekið er fram að íbúðin henti einum til fjórum en hún er afskaplega skemmtilega skreytt. Takið eftir litríkum dýrahausnum og hvernig grái liturinn nýtur sín á veggjunum þrátt fyrir að rýmið sé ekki mjög stórt. Fallegt líka með hvíta dyrakarma í kring.
Íbúðinni er lýst sem retro en það eru orð að sönnu því þarna má finna marga muni sem flokkast undir það að vera retro og gefa þannig góðan og gamaldags fílíng með nútímalegu hipstera tvisti.
Taktu eftir gula gereftinu! Mjög skemmtilegt, djaft og gott í bland við gráa litinn.
Svefnherbergið er kósý, taktu eftir lampanum í horninu.
Dádýr eru greinilega í miklu eftirlæti hjá húseigendum og pottar og pönnur skarta grænum lit.
[Myndir: Airbnb]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.