Þetta ótrúlega flotta tréhús er staðsett í Frakklandi Rómantíkin og fegurðin umleikur það á einstakan hátt!
Húsið er byggt úr eik sem er yfir hundrað ára gömul og allt er sérsmíðað inn í húsið. Það eru þrjú herbergi sem rúma allt að sex manns.Húsið er til útleigu eins og hótelherbergi og hefur verið alveg einstaklega vinsælt hjá nýgiftum hjónum enda fátt rómantískara en að gista í tréhúsi úti í skógi með öll helstu þægindi sem nútíminn bíður upp á.
Lítið eldhús er í húsinu svo og baðherbergi en húsið er með hringlaga herbergjum svo stemningin í því minni á að þú sért í sannkölluðu tréhúsi.
Myndbandið sýnir húsið í heild sinni, algjört draumahús fyrir þá ævintýragjörnu! Spurning um að smíða svona bústað?
Algjörlega mögnuð hönnun á flottum stað
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.