Íbúðin er í friðuðu húsi sem var byggt árið 1866 og er staðsett í New York, á tveimur hæðum, sjöttu og sjöundu með brjálæðislega flottu útsýni.
Á efri hæð er gangur með glergólfi og sést þaðan niður á neðri hæðina, einstaklega glæsilegt. Stiginn er fljótandi og nútímalegur. Gólfefnin hvíttuð eik og eins innréttingarnar. Húsgögnin eru líka öll frekar ljós og létt og mikill glæsileiki ríkir í heildinni. Eames stóllinn setur sinn svip á borðstofuna og nýtur sín ofur vel í þessu fágaða umhverfi.
Tvær risa svalir eru í íbúðinni og æðislegir sófar, púðar og blóm gera umhverfið hlýlegt og fallegt. Takið líka eftir baðherberginu, sjáið hvað hvíttaða eikin, dökki veggurinn og steinarnir samsvara sér vel saman. Sniðug hugmynd að hafa steinana í kringum baðkerið!
Þessi íbúð er klárlega með þeim flottustu…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.