Náttúrulitirnir skarta sínu fegursta í þessari ofur fallegu risíbúð í Danmörku. Málaðir múrsteinar, hvíttað trégólf og veggfóður í náttúrulegum litum, það þýðir einfaldlega brjáluð fegurð og glæsileiki.
Íbúðin er um hundrað ára gömul og er í risinu á gamallri blokk í miðborg Kaupmannahafnar. Hún skartar sínu fegursta með því að nýta náttúruefnin til hins ítrasta. Gólfin eru hvíttuð, veggirnir málaðir hvítir hvort sem það eru vel pússaðir veggir eða grófur múrveggur. Útkoman er ævintýraleg!
Létt og ljóst er aðalatriðið í íbúðinni eins og svo gjarna vill vera í Danmörku. Svefnherbergið fær ævintýralegan blæ með veggfóðrinu sem er grátt og hvítt, baðherbergið sjarmerandi í SPA stemmningu.
Einstaklega falleg risíbúð með miklum karakter, einfaldlega notaðir hvítir, gráir og viðartónar með smá dass af túrkísbláum lit, algjör æði!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.