Þetta svakalega fallega hús er staðsett í Ístanbúl, Tyrklandi.
Húsið fagra er nútímalega hannað og gullfallegt…. Gólfefnin eru parket og flísar og ná þau að tengja flísarnar við veggina á einstaklega flottan hátt. Flísarnar eru á gólfi og veggjum á baðherbergjunum og eins á vegg inn í stofu og kringum ísskápinn í eldhúsinu. Kemur frábærlega út!
Lýsingin í húsinu er líka einstök. Leikið er með lýsinguna og gerir hún rýmið enn fallegra. Takið eftir lýsingunni á baðherberginu, sérstaklega undir baðkerinu. Það er eins og baðkerið fljóti í herberginu. Mjög flott og gerir setur vissulega flottan svip á baðherbergið. Húsgögnin og innréttingarnar eru sérsmíði frá arkitektunum en önnur húsgögn eru valin af mikilli list. Litir og form njóta sín fullkomlega.
Takið einnig eftir stiganum; flísalagður, tíu cm á breidd og fær að “anda” á milli þrepa. Svæðið undir stiganum er nýtt undir steina sem eru upplýstir með flottir vegglýsingu. Kemur mjög vel út. (Oft er þetta svæði algjörlega ónýtt hjá fólki og er þetta því flott lausn)
Fataherbergið er guðdómlegt!! Ég gæti búið í því! Glerveggir, létt hvít gluggatjöld og takið eftir skóhillunum….ohh dásemd ein! Þetta er klárlega eitt af þeim fegurri húsum sem ég hef séð!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.