Þetta hús var byggt fyrir rúmlega 100 árum og hefur staðið autt síðustu 10 ár það er staðsett í Montreal, Kanada og nýju eigendur þess eru himinlifandi með útkomuna
Nú þegar er búið að breyta húsinu í tveggja hæða íbúð og framkvæmdir halda áfram í kringum húsið og með aðra hluta þess, breytingarnar eru alveg ótrúlega flottar. Nýtískulegt, fallegt og hreint eru orðin sem við á. Gróf efni eru notuð í bland við fínleg húsgögn og innréttingar.
Takið eftir múrveggnum sem er málaður hvítur og grófa viðnum á annari hæðinni. Eldhúsið er hvítt, nútímalegt með góðu borðplássi. Mjög sniðugt er að nota svona þunna borðplötu sem nær niður í gólf á annari hliðinni. Þetta veitir léttleika og flæði sem er nauðsynlegt eigi íbúðin að vera þægileg.
Stílhrein og ótrúlega falleg breyting! Sjáið myndirnar fyrir og eftir breytingu…vel gert!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.