Eitt af því allra heitasta í dag er að hafa skemmtilegar setningar innrammaðar upp á vegg.
Hægt er að fá allskonar plaköt í mörgum stærðum og gerðum. Eins er mjög töff að raða til dæmis 3 mismunandi stórum römmum saman með mismunandi setningum. Það kemur mjög vel út og er ég sérstaklega hrifin af ” I eat cake in bed” enda ekki hægt annað en að líka við þessa setningu…svo sönn!!
Þegar maður rennir yfir nýjustu hönnunarblöðin þá er eru myndir af flottum plakötum í hverju einasta blaði. Bæði eru myndir af plakkötum inni í stofum hjá fólki, unglingaherbergjum, kaffihúsum og jafnvel bókasöfnum. Gengur sem sagt nánast alls staðar.
Ég er alveg að fíla þetta, svo skemmtileg viðbót við heimilið að hafa hnitmiðaðar setningar upp á vegg, margir hafa reyndar farið þá leið að láta prentstofu prenta límmiða fyrir sig og kemur það líka mjög vel út. Þá er hægt að líma límmiðana beint á vegg eða spegil, skápahurðir og hvar sem er. Svo er svo auðvelt að skipta þessu út ef maður fær leið á þessu.
Ef þig langar að skoða meira eða jafnvel panta af netinu þá mæli ég með þessum tveimur síðum.
The love shop
Therese Sennerholt
Njótið !
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.