Danska hönnunarstofan Norm Architects hannaði þessa fallegu risíbúð á dögunum.
Verkefnið var fyrir dönsk hjón sem búa á Spáni en ferðast mikið til Danmerkur. Þau vildu að íbúðin minnti á hótel svítu í hæsta gæðaflokki. Einfaldur og stílhreinn stíll. Ekki mikið um persónulega muni, frekar fókuserað á þægindin og að þau gætu slaka á í fríum sínum til Danmerkur.
Útkoman er æðisleg! Spenntust er ég fyrir lýsingunni þarna inni. Veggirnir hafa fengið nýtt hlutverk, tekið hefur verið úr þeim og falin lýsing sett í þá. Eins er lýsing undir eldhúsinnréttingunni sem kemur ótrúlega vel út.
Á baðherberginu er lýsing fyrir aftan spegilinn þannig að birtan fellur í kringum hann og skapar sömu stemningu og gömlu flottu ljósin í búningsherbergjum Hollywood stjarnanna.
Með súper tækni okkar tíma geta þau kveikt á ljósum, kveikt upp í arninum og stillt á rétta lýsingu beint úr símanum sínum þegar þau lenda á flugvellinum, þannig að allt sé tilbúið þegar þau stíga inn fyrir. Ótrúlega þægilegt!
Klárlega mjög vel heppnað verkefni hjá Norm og co..
_________________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.