Í þessari fallegu íbúð býr fjögurra manna fjölskylda sem er búin að koma sér vel fyrir í þessu flotta húsi í miðri New York borgar.
Íbúðin er innréttuð í léttum og ljósum litum, bæði húsgögn og innréttingar. Einstaklega skemmtilegar lausnir varðandi skápapláss er í íbúðinni en þau hafa látið sérsmíða skápa undir gluggunum í stofunni sem nýtast sem geymslurými fyrir bækur, blöð og dót sem börnin leika sér með.
Þetta er auðvitað bara möguleiki þar sem engir ofnar eru en í þessu tilviki notast þau við gólfhita og er öll íbúðin hituð með gólfhita.
Barnaherbergin eru sérstaklega falleg, þau eru mjög minimalísk og létt, eitt strákaherbergi og eitt stelpuherbergi. Blái liturinn er allsráðandi í strákaherberginu og sá rauði í stelpuherberginu. Létt húsgögn og klassík hönnunarhúsgögn setja sinn svip á herbergin í þessum flottu vistarverum.
Kíktu endilega á galleríið
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hún bjó í Flórens á meðan náminu stóð og hreinlega elskar allt sem tengist Ítalíu! Matinn, menninguna og lífsstílinn. Guðrún hefur margra ára reynslu við að hanna íbúðir, veitingahús og hótel. Hennar helstu áhugamál eru hönnun, tíska, matargerð og gömul húsgögn með sál. Eins rekur hún Mio-design en þar er boðið upp á hönnun og/eða ráðgjöf fyrir heimili og eins hluti hannaða úr íslenskum efnum fyrir heimilið. Guðrún er sporðdreki og Tígur í Kínversku stjörnuspánni.