Alveg elska ég risíbúðir. Þær eru með svo mikinn og flottan sjarma oft á tíðum að það hálfa væri meira en nóg.
Þessi íbúð er í Stokkhólmi í Svíþjóð og er með sjarma á við margar íbúðir því hún er algjört augnakonfekt.
Áferðin á veggjum, húsgögnin og litasamsetningin eru alveg meiriháttar. Léttleiki og fegurð í hverju rými. Skandinavíska hönnunin er í svo hrein og bein. Litirnir eru bæði hlýir og kaldir, sumum finnst þeir eflaust of kaldir en brúni liturinn er þó til staðar til að gefa hvíta og svarta litnum smá hlýju.
Áferðin á stofuveggnum er algjört augnakonfekt. Taktu eftir hvað áferðin er smart. Þarna er múrverkið mjög gróft, nánast eins og upprunarlegur múr nema aðeins búið að leika sér með hann. Svo er veggurinn málaður hvítur. Þegar múrinn fær svona grófa áferð fær rýmið ákveðna dýpt og flottan hreyfanleika sem veita ótrúlegan karakter.
Skemmtilegast við þessa flottu íbúð eru húsgögnin samt sem áður. En þarna er bæði dýrum og ódýrum húsgögnum blandað saman. Ég sé húsgögn og fylgihluti frá H&M home, Sara home, Ikea og allt upp í dýr B&B italia merki. Dásamleg blanda!
Svefnherbergið er í risinu sjálfu og undir súð. Gráa rúmið setur svip sinn á rýmið en sama gera fylgihlutirnir sem eru einmitt frá H&M home, Sara home og Ikea fyrir utan stólinn sem er notaður sem náttborð. Stóllinn er klassískur stóll sem kallast Cafe Paris, alveg dásamleg hönnun og flottur sem náttborð.
Mega kósí svefnherbergi og þar gegnir veggurinn stóru hlutverki, gróf múraður veggur. Æðislegur! Smart íbúð alla leið, litir, húsgögn, púðar, teppi og aðrir fylgihlutir…alveg dásamleg samsetning!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.