Shabby Chic stíllinn hefur verið mjög vinsæll á norðurlöndunum síðustu árin. Það er eitthvað svo rómantískt og fallegt við þennan einfalda gamaldags stíl. Hreint..fágað, kvenlegt og fallegt.
Hvítar blúndur og gömul uppgerð húsgögn sem eiga sér sum hver aldagamla sögu. Skemmtilegast er þegar fólk á húsgögn sem afar þeirra og ömmur áttu eða einhvern gömul frænka. Þá lifir sagan með fjölskyldunni og húsgagnið fær sína sérstöðu á heimilinu.
Við getum öll verið sammála um það að svefnherbergi eru griðastaðir okkar. Staður til að slaka á, ná góðum svefni, stunda eldheita heimaleikfimi með makanum eða okkar sérstaka afdrep inn á heimilinu.
Þessi stíll hentar mörgum þó svo ég sé nú sjálf hrifnari að nútímalegri hönnun þá er alltaf gaman að fletta í gegnum myndir og sjá fegurðina, rómantíkina og róina sem fylgir þessum rómantíska stíl.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.