Reykjavik
15 Mar, Friday
0° C
TOP

Brilliant innanhússhönnun á bresku sveitasetri

Ilse Crawford er einn þekktasti innanhússhönnuður Bretlands. Allt sem hún kemur nálægt verður að ævintýri.

Hún hefur hannað hverja villuna á eftir annari. Verið dómari í sjónvarpsþáttum um innanhússhönnun. Gert auglýsingar fyrir Georg Jensen og margt margt fleira. Hérna er eitt virðulegt sveitasetur sem hún hannaði á dögunum. Heimilinu var breytt frá toppi til táar eins og sagt er. Hvert herbergi fékk sína sögu og útkoman er hreint dásamleg.

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Hún bjó í Flórens á meðan náminu stóð og hreinlega elskar allt sem tengist Ítalíu! Matinn, menninguna og lífsstílinn. Guðrún hefur margra ára reynslu við að hanna íbúðir, veitingahús og hótel. Hennar helstu áhugamál eru hönnun, tíska, matargerð og gömul húsgögn með sál. Eins rekur hún Mio-design en þar er boðið upp á hönnun og/eða ráðgjöf fyrir heimili og eins hluti hannaða úr íslenskum efnum fyrir heimilið. Guðrún er sporðdreki og Tígur í Kínversku stjörnuspánni.