Börn vilja leik og skemmtun og nauðsynlegt er að hafa barnaherbergið aðgengileg fyrir barnið og að auðvelt sé fyrir þau að ganga frá dótinu.
En stemningin verður líka að vera góð. Til þess að skapa góða stemningu þarf samt ekki alltaf að kaupa ný húsgögn og fylgihluti. Auðvelt er að gera munstur á veggi með því að klippa út dýramynstur úr veggfóðri og eins búa til mynstur á vegginn með teipi.
Límmiðar gera líka kraftaverk og hægt er að fá límmiða í öllum stærðum og gerðum í mörgum verslunum og á netinu.
Endilega kíktu á þessar hugmyndir og fáðu innblástur…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.