Vinkona mín rakst á þessar flottu myndir af íbúð í París og ég gat ekki á mér setið að deila þessu áfram.
Myndirnar eru teknar í íbúð sem eitt sinn hafði verið hringekjuverksmiðja. Hér er bæði hátt til lofts og vítt til veggja og nýir og gamlir munir eru notaðir í bland. Þarna er sennilega allt örðuvísi en við eigum að venjast hér í íbúðunum okkar á Íslandi, risastórir gluggar, stigar á skrítnum stöðum, baðið í sérstöku baðherbergi og endlaust mikill gróður á sérlegu gróður-rými.
Reyndar er það alveg hugmynd fyrir íslenska arkitekta, að teikna svona sólstofur eða gróðurrými inn í heildarmyndina enda veturinn okkar langur og gaman að geta jafnvel ræktað eigin tómata allt árið.
Kíktu á þessa flottu íbúð.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.