Reykjavik
15 Mar, Friday
0° C
TOP

HEIMILI: Öðruvísi íbúð í París

 

FotorCreatedVinkona mín rakst á þessar flottu myndir af íbúð í París og ég gat ekki á mér setið að deila þessu áfram.

Myndirnar eru teknar í íbúð sem eitt sinn hafði verið hringekjuverksmiðja. Hér er bæði hátt til lofts og vítt til veggja og nýir og gamlir munir eru notaðir í bland. Þarna er sennilega allt örðuvísi en við eigum að venjast hér í íbúðunum okkar á Íslandi, risastórir gluggar, stigar á skrítnum stöðum, baðið í sérstöku baðherbergi og endlaust mikill gróður á sérlegu gróður-rými.

Reyndar er það alveg hugmynd fyrir íslenska arkitekta, að teikna svona sólstofur eða gróðurrými inn í heildarmyndina enda veturinn okkar langur og gaman að geta jafnvel ræktað eigin tómata allt árið.

Kíktu á þessa flottu íbúð.

Margrét byrjaði að blogga árið 2002 og hefur verið óstöðvandi á þessu sviði allar götur síðan. Hún hefur að mestu starfað við fjölmiðla frá tvítugsaldri og þá einna helst við ritstjórn og blaðamennsku, en einnig útvarp og sjónvarp. Hún flutti til London sautján ára og komst til manns í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði m.a. margmiðlun og myndlist. Margrét býr ásamt einkadóttur sinni á Seltjarnarnesi, elskar ferðalög, veitingahús, veislur og vini sína enda krabbi, með tungl í ljóni og rísandi vog.