Alveg eins og Carrie Bradshaw úr Sex and the City þáttunum dreymir marga um hinn fullkomna fataskáp. Sumir vilja fallegan og vel skipulagðan skáp á meðan aðrir vilja helst heilt teppalagt herbergi undir skápana sína…
…Hversu kósý væri að hafa heilt herbergi heima hjá sér sem væri aðeins ætlað undir föt, töskur, skó og skart og þar inni gæti maður byrjað daginn. Með stóru snyrtiborði og djúsí sófa í miðjunni. Pant fá þannig! Já, já algjör óþarfi en eitthvað sem maður myndi ekki slá hendinni á móti.
Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum girnó skápum! Margir þeirra eru svokallaðir ‘walk-in closet’ og sumir gætu mögulega gengið sem íbúð fyrir þriggja manna settlega ‘famelíu’
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.