Í innliti dagsins kíkjum við til Kaupmannahafnar
Þar búa hjón með dóttur sinni og tveimur hundum. Stíllinn er mjög áhugaverður þar sem hann er blandaður bæði nútímanum og hinum skemmtilega shabby chic stíl og er eiginlega hægt að kalla hann hinn nútímalega shabby chic stíl.
Antík kristalsljósakróna hangir yfir borðstofuborðinu sem gert er úr gömlum notuðum við. Stólarnir við borðið eru hinir flottu Tolix stólar sem létta þetta gamla/notaða andrúmsloft og gera það nútímalegra. Þessi blöndun tekst ótrúlega vel og er mjög falleg.
Í svefnherberginu er veggfóður eftir hinn flotta hönnuð Piet Hein Eak.Veggfóðrið gefur herberginu skemmtilegan sjarma og karakter. Einföld lausn á oft erfiðu vandamáli hjá fólki sem er í vafa hvað hægt er að setja á vegginn fyrir ofan hjónarúmið.
Dásamleg íbúð í hjarta kóngsins Köben!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.