Á köldum haustkvöldum er fátt notalegra en að kveikja upp í arninum enda veitir eldurinn bæði rómantík og hlýju inn á heimilið.
Það er fátt fegurra en fallega uppsettur arinn sem fær að njóta sín til fulls. Ef ekki er gert ráð fyrir arinn í íbúðinni hjá þér er hægt að fá Ethanol arinn eða gel arinn sem eru festir upp á vegg. Eins er hægt að smíða grind úr við og búa til gervi-arinn og setja falleg kerti í hann. Það skapar vissulega yndislega og kósí stemningu hvort sem þú vilt kúra hjá ástinni þinni eða jafnvel skapa skemmtilega stemningu í matarboði.
Svo ef þig vantar smá hlýju og kósíheit inn til þín þá mæli ég með arinn, fallegu teppi, skinni, kertum, rauðvíni og góða skapinu! Uppskrift að fullkomnu kvöldi í faðmi þess sem þú elskar.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.