Hjón með fjögur börn gerðu þetta fallega hús upp á dögunum.
Húsið er staðsett í Árósum í Danmörku og er algjörlega gullfallegt hjá þeim. Þau leyfðu sem mestu að halda sínum uppruna og gaman er að sjá gólfflísarnar í stofunni. Mjög sixties og flottar. Koma ótrúlega vel út með nýjum húsgögnunum sem þar eru.
Smáatriðin skipta þau miklu máli og er hlutunum raðað upp á fallegan hátt. Nostrað er við hvert smáatriði. Eldhúsið er með hvítum háglans innréttingum, krítarvegg á bakvið eldhúsborðið, bekkur og stólinn ‘sjöan’ í fallegum bláum lit sem gefur eldhúsinu skemmtilegan sjarma og njóta stólarnir sín mjög vel.
Takið einnig eftir fjólubláa legubekknum, svefnherberginu undir súð, bleika stólnum, bláa sófanum og hvernig þetta allt harmónar saman.
Einstaklega fallegt hús, svo ég tali nú ekki um pallinn fyrir utan. Alveg frábærlega vel hannaður og eflaust ljúft að sitja þarna úti og horfa á sólarlagið með útikerti allt í kringum sig…aaaa lovlí!
Skandinavísk hönnun er alltaf ótrúlega smart og gaman að sjá hversu margir eru farnir að nota húsgögn í litum með svart/hvíta stílnum.
Það gefur heimilinu mikinn persónuleika og fegurð.
________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.