Hátt til lofts og vítt til veggja, hvít gólf og gott jafnvægi eða harmónía í litavali…
Hér eru nokkur eðalfín eldhús, mörg svarthvít en alltaf ‘poppuð upp’ með skemmtilegum munum eða mismunandi áferð á flötunum. Þannig finnur maður fjölbreytnina þrátt fyrir einhæfni í litavali; til dæmis þegar gróf viðaráferð mætir kopar eða stáli og/eða sprautulökkuð innrétting nýtur samvista við skærgrænar og brakandi ferskar kryddjurtir.
Tefldu saman ólíkum efnum, formum og áferðum, náttúrulegum efnum í bland við hin og sjáðu til þess að litir séu á sama rófi eða ‘complimenting’.
Taktu líka eftir gólfunum. Hvít gólf eru og hafa verið málið í innanhússhönnun í talsverðan tíma núna. Kemur ofsalega fallega út en þú mátt búast við að þurfa að mála gólfið á tveggja ára fresti og hafa talsvert fyrir þrifum. Ætti þó ekki að vera stórmál á íslandi þar sem flestir fara úr skóm áður en gengnið er inn…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.