Heimili geta verið með ýmsu sniði og sinn er siður í hverju landi.
Á sumum heimilum er t.a.m. rómantískt og kvenlegt yfirbragð á stílnum. Þá er mikið um allskonar flúr og skraut og s tundummikið gert úr því að skreyta hvert herbergi. Meira að segja baðherbergin verða rómantísk með blómum og speglum. Amerísk heimili eru gjarna með allt öðru sniði en t.d. ítölsk eða heimili á norðurlöndum. Ameríkanar eru oft svolítið meira “sveitó”. Vilja dúnmjúka sófa og svolitla kántrístemmningu þó að auðvitað sé þetta líka breytilegt eftir fylkjum landsins sem mörg hýsa fleiri íbúa en heilu löndin í Evrópu.
Hér er smá myndsafn af húsum, veröndum og herbergjum sem flest eru í Bandaríkjunum… sumsstaðar hátt til lofts og vítt til veggja og önnur eru kvenleg og rómantísk… eitthvað fyrir alla. Taktu eftir sniðugum lausnum með geymslurými undir stiga og öðruvísi útfærslum á baðherbergjum.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.