Eldhúsið er staðurinn þar sem fjölskyldan kemur saman kvölds og morgna og fer yfir málin og í eldhúsinu situr sú einhleypa og skoðar Pjattrófurnar á morgnanna meðan hún drekkur kaffið sitt.
Eldhús eru jafn ólík og misjöfn og fjölskyldurnar sem þar hittast og ekkert sem segir að til sé einhver staðalmynd yfir eldhúsið.
Sumir kjósa að hafa opna efri skápa, sumir smíða sínar eigin innréttingar úr öðrum húsgögnum, sumir hafa sófa í eldhúsinu og enn aðrir láta risastóra kristalskrónu í loftið meðan aðrir kjósa að hafa þetta allt sem mínimalískast.
Hér eru nokkur skemmtileg eldhús sem blaðamenn Elle Decor tóku saman. Eldhúsin eru bæði í Evrópu og Bandaríkjunum en öll með sínu sniði líkt og íbúarnir.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.