Veggir þurfa ekki að vera allir eins, hvítir og lausir við allan karakter
Það er um að gera að leyfa hugmyndarfluginu að fljúga örlítið og finna sinn stíl, sinn karakter og færa hann inn í stofu, svefnherbergið eða forstofuna.
Málning hefur alltaf verið einfaldasta leiðin hjá fólki til að fegra heimilið, enda auðvelt að finna fallegan lit og setja á veggina.
Hér áður fyrr voru flísar nær eingöngu keyptar og notaðar fyrir baðherbergi og eldhús en nú er öldin önnur. Nú eru flísar orðnar mjög vinsælar í stofum og svefnherbergjum líka. Flísar eru margar hverjar mjög flottar. Þær fást í þrívíddarformum, steinaformum og eins í hinum hefðbundnu formum.
Stórir og fallegir speglar gera líka sitt til að fegra veggi heimilisins og breyta gjörsamlega karakternum þar sem þeir standa en þá er ég að tala um þessa stóru miklu spegla sem eru örlítið Viktoríulegir og tignarlegir. Eins er sniðugt að hafa nokkra minni spegla saman á einum vegg.
Fallegir myndaveggir eru líka flottir og skapa skemmtilega stemningu hjá fólki. Þar er hægt að setja inn myndir af fjölskyldumeðlimum eða síðasta ferðalagi sem fjölskyldan fór í saman. Hvort sem rammarnir eru allir eins eða í mörgum mismundandi útfærslum er útkoman yfirleitt mjög góð.
Veggfóður er til í allskonar útfærslum, hvort sem fólk vill örlitla breytingu eða eitthvað brjálæðislega áberandi..þá er það til. Um að gera að skoða vel það sem er í boði og skella sér á eitthvað upplífgandi!
En það nýjasta eru eflaust límmiðar á veggi. Þeir hafa verið einstaklega vinsælir hér upp á síðkastið enda úrvalið alltaf að aukast og mjög auðvelt er að líma þá á vegginn og eins fjarlægja þá þegar fólk fær leið á þeim. Sniðug og ódýr lausn!
Hérna koma nokkrar flottar hugmyndir….
___________________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.