Fyrir mörgum árum vann ég sem stílisti og blaðakona fyrir Hús og hýbíli og fór þá inn á ótal heimili í borginni til að stílisera og stjórna myndatökum með honum Braga Jósefssyni félaga mínum sem er með betri interior ljósmyndurum landsins.
Eitt af því sem við gerðum þó allt of sjaldan var að fjalla um garða og útirými enda virðist eins og hér á Íslandi sé bara einhver staðalbúnaður í gangi þegar kemur að görðum og pöllum. Það er… timbur, timbur og aðeins meira timbur sem er árlega smurt með viðarvörn.
Hér hefur greinilega fær arkitekt verið fengin með í verkið því heildarhugsunin er mjög skýr. Taktu eftir hvernig gróður, gler, steinn og timbur spilar skemmtilega saman. Mér finnst líka flott að nota græna púða í sófann úti. Punkturinn yfir i-ið.
Blandaðu saman efnum og gróðri
Regla nr. 1 í hönnun á útirými er þó alltaf að blanda saman efnum. Láta stein mæta timbri og öfugt og skreyta svo allt með fallegum gróðri. Það er að segja, ekki hafa bæði timburvegg og gólf, veldu annað hvort og láttu svo efnin spila saman.
Ég er sjálf að stússast við að bæta útirýmið við heimili mitt þessa dagana og fór í smá flettiferð gegnum Pinterest.
Því miður er svo margt sem við getum ekki gert hér á Íslandi einfaldlega vegna þess að vindurinn blæs yfirleitt meira hér en annarsstaðar og þegar sólin skín þá skjótumst við öll beint út en leitum aldrei í skuggann. Þessvegna höfum við ekkert gagn af því að skoða þessar myndir af kósý útiborðum sem standa í skugga. Hér viljum við sól, skjól og svolitla fegurð sem fýkur ekki burt.
Eftirfarandi eru nokkrar myndir sem vöktu áhuga minn í flettiferðinni:
Hér er gerfigras notað í einskonar inni/útistofu sem mér sýnist vera yfibyggð. Nokkuð skemmtileg pæling og nýting á plássi. Spurning með þennan ananas samt? kannski er þetta á Seltjarnarnesi.
Það er svolítið sérstakt að við Íslendingar skulum ekki fegra meira með rennandi vatni sem er nú mjög gott feng shui. Hér ættu að vera gosbrunnar á öllum torgum og í mikið fleiri görðum. Öll tenging við frumefni jarðar skapar góða orku í umhverfinu okkar.
Hér hefur annar litur verið notaður á gróðurkerin. Taktu eftir að það er steinn í gólfinu. Mjög flott í svona lítið rými. Sjálf myndi ég eflaust mála vegginn líka og skreyta svo með jarðarberjaplöntum eða öðrum fallegum gróðri, enda gróður óð.
Fyrir fólk sem nennir ekki að slá þá er þessi valkostur frábær. Steinhellur og smásteinar og gróður á milli. Mér finnst þetta mjög flott. Japanskur bragur á þessu.
Hengirúm eru alltaf sæt og gefa skemmtilega stemmningu í garðinn eða á pallinn hjá þér. Það er ódýrast og hagkvæmast að kaupa þau í gegnum netið enda mesta úrvalið. Gúgglaðu “hammock”.
Hér er svarta trendið komið út í garð og dýrahausarnir sóma sér vel sem skrautmunir svona utandyra. Taktu líka eftir ljósunum og vafningsviðnum. Eflaust þó bara eitthvað sem er hægt að gera inni í gróðurhúsi hérlendis.
Hér er úti-arinn tekinn alla leið. Mjög fallegt og í raun sniðugt ef verið er að byggja að hafa arinn bæði inni og úti.
Að lokum… Svona stóla, eða svipaða, hefur verið hægt að kaupa t.d. hjá Ilvu og risa-pottar fást m.a. í Bauhaus. Ekki vera feiminn við að kaupa svona stóran pott þó plássið sé ekki mikið hjá þér. Það gerir stemmninguna bara huggulega að vera með smá statement.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.